fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Shaw kominn með ógeð af hrauni frá Mourinho – „Er augljóslega fastur í hausnum á honum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 08:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw bakvörður Manchester United hefur fengið nóg af endalausum skotum frá Jose Mourinho. Samband þeirra þegar þeir unnu saman hjá Manchester United var ekki gott.

Shaw fann sig ekki en hefur blómstrað hjá United eftir að Mourinho var rekinn, stjóri Roma er hins vegar duglegur að ræða um Shaw í fjölmiðlum.

„Það er ekki hægt að fara í felur með það að okkur samdi ekki vel, það er samt komið að því að halda áfram. Ég er að reyna að fara áfram veginn en hann getur það ekki,“ sagði Shaw sem hefur fengið nóg af endalausum skotum Mourinho.

„Vonandi getur hann fundið frið og hætt að hafa svona miklar áhyggjur af mér. Ég er augljóslega fastur í hausnum á honum og hann hugsar mikið um mig. Ég skil þetta ekki alveg, ég skil ekki af hverju hann vill alltaf vera að ræða mig.“

Mourinho gagnrýndi hornspyrnur Shaw harkalega eftir sigur á Tékklandi í síðustu viku. „Þetta var ekki svona slæmt, ein af þremur spyrnum fór ekki yfir fyrsta mann.“

„Þetta var ekki svona slæmt eins og hann vildi láta það líta út. Ég er vanur því að hann segi neikvæða hluti um mig, ég er hættur að taka mark á þeim. Ég einbeit mér að því sem mínir þjálfarar segja við mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“