fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Reiður út í vinnuveitendur sína fyrir að reyna að nota sig sem tálbeitu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Mirror er Raheem Sterling reiður út í Manchester City þar sem liðið virðist vera tilbúið að nota hann sem tálbeitu í tilraunum sínum til að ná í Harry Kane.

Kane hefur verið sterklega orðaður við Man City undanfarið. Tottenham hafnaði tilboði upp á 100 milljónir punda frá City á dögunum.

Talað hefur verið um að hinn 26 ára gamli Sterling gæti farið til Tottenham sem hluti af kaupverðinu fyrir Kane.

Sterling er sagður afar ósáttur við þetta þar sem hann taldi sig vera mikilvægan hluta af plönum Pep Guardiola, stjóra Man City. Sterling á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Þess má geta að hann hefur skorað bæði mörk enska landsliðsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Liðið mætir Þjóðverjum í 16-liða úrslitum á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu