Alfons Sampsted og Davíð Kristján Ólafsson léku með sínum liðum í norska boltanum í dag.
Alfons lék allan leikinn með Noregsmeisturum Bodo/Glimt í 4-1 sigri gegn Stabæk.
Bodo/Glimt hans er á toppi deildarinnar með 23 stig en Molde, sem hefur jafnmörg stig, á þó leik til góða.
Fyrr í dag lék Davíð Kristján allan leikinn fyrir Álasund í 0-1 sigri gegn Ull/Kisa í norsku B-deildinni.
Álasund er í fimmta sæti deildarinnar, einu af umspilssætunum upp á sæti í efstu deild, með 13 stig eftir átta leiki.