fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Vildi verða lögreglumaður en var hafnað af ótrúlegri ástæðu – Gafst ekki upp og skaraði fram úr allt annars staðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 13:30

Robin Gosens. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin Gosens, landsliðsmaður Þýskalands, ætlaði sér að verða lögreglumaður þegar hann var yngri. Hann komst þó ekki að þar sem annar fótur hans örlítið styttri en hinn.

Vængbakvörðurinn hefur verið flottur með Þjóðverjum á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Hann átti til að mynda stjörnuleik gegn Portúgal í riðlakeppninni þar sem hann skoraði.

Þessi 26 ára gamli leikmaður Atalanta á Ítalíu ætlaði þó aðra leið sem ungur maður. Hann reyndi nefnilega að komast inn í lögregluna í Norðurrín-Vestfalíu-héraði en var hafnað vegna þess að annar fótur hans er örlítið styttri en hinn. 0,5 millimetrum munar á fótum Gosens.

Hann gat þó komist að í Rínarlandi-Pfalz-héraði. Faðir hans hvatti hann hins vegar til þess að hafna boðinu og taka fótboltann föstum tökum.

Gosens sér væntanlega ekki eftir ákvörðun sinni í dag. Hann hefur átt góðu gengi að fagna í Serie A. Hann var verðlaunaður með sínu fyrsta kalli í A-landslið Þýskalands síðastliðið sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“