fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Skaut á leikmenn Fimleikafélagsins – ,,Ekkert Loga að kenna að Hjörtur gleymdi hvernig fótbolti virkaði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 10:27

Logi Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottrekstur Loga Ólafssonar frá FH hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikuna. Tómas Þór Þórðarson sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær að Logi hefði ekki getað bjargað öllu því sem illa hefur farið hjá fimleikafélaginu.

Loga var sagt upp störfum hjá FH síðasta mánudag eftir slæmt tap gegn Breiðabliki daginn áður. Hann skildi liðið eftir í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eftir níu leiki.

Margt hefur vantað upp á í leik FH á tímabilinu. Tómas Þór gagnrýndi sérstaklega frammistöðu nokkurra leikmanna í þættinum.

,,Það var ekkert Loga að kenna að Hjörtur Logi gleymdi hvernig fótbolti virkaði þegar boltinn kemur þarna ‘diagonalt’ yfir hann og Jason Daði skorar á móti honum. Það er ekki Loga að kenna að Guðmann sé alltaf kominn eitthvað upp á miðju og Gummi Kristjáns lætur snúa sig inn og út í teignum skipti eftir skipti.“

Ólafur Jóhannesson er tekinn við þjálfun FH. Ólafur stýrði síðast Stjörnunni í fyrra, ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni. Þar áður vann hann fjölda titla sem þjálfari Vals.

,,Auðvitað bera leikmennirnir rosalega miklar ábyrgð. Það eru þeir sem standa inni á fletinum en eftir höfðinu dansa limirnir og allt það. Hingað til hafa limirnir hans Óla bara dansað alla leið að Íslandsmeistaratitlum eða bikarmeistaratitlum ár eftir ár,“ sagði Tómas Þór um ráðninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“