Portúgalska stórsjarnan Cristiano Ronaldo er í frábæru formi og er einn besti íþróttamaður heims þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall. Hann er þekktur fyrir það að vera ansi ánægður með eigið útlit en liðsfélagin hans hjá Juventus segir að hann sé ekki að þessu fyrir útlitið.
„Hann er ekki að gera þessar magaæfingar af því hann er svo ánægður með útlitið. Hann gerir þær því hann sér líkama sinn sem verkfæri,“ sagði Peeters við AS.
„Þegar hann er á æfingasvæðinu þá er það bara til að æfa. Hann lifir fyrir starfið sitt. Hann stendur ekki í speglinum og horfir á sig – hann hefur engan tíma í það.“
„Cristiano er með fullkominn líkama fyrir fótboltamann. Ég er vöðvamikill en þegar ég sé hann í ræktinni hugsa ég að það er ennþá hægt að bæta á,“ sagði Peeters við AS.