fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

United þarf að losa leikmenn til að kaupa Sancho – Þessir eru á leiðinni frá félaginu

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 12:30

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial og Donny van de Beek gætu verið á leiðinni frá Manchester United í sumar. Nokkur félög eru sögð hafa áhuga á þessum leikmönnum og Manchester United hefur nú þegar fengið nokkrar fyrirspurnir.

ESPN segir að Ole Gunnar Solskjaer búist við því að halda sem flestum leikmönnum hjá liðinu en til þess að fjármagna kaupin á Jadon Sancho þá gæti þurft að losa einhverja leikmenn.

Van De Beek hefur átt erfitt tímabil hjá United eftir að hann kom þangað síðasta sumar frá Ajax. Hann byrjaði aðeins fjóra deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann er nú í sumarfríi eftir að meiðsli enduðu EM-drauma kappans með Hollandi.

Martial hefur ekki spilað síðan í mars og er fyrir aftan Edinson Cavani í röðinni hjá United. Martial skoraði aðeins sjö mörk og gaf níu stoðsendingar á tímabilinu.

Andreas Pereira og Diogo Dalot eru líka á leið frá félaginu. Þeir voru báðir á láni hjá ítölskum félögum á síðasta tímabili og hefur Solskjaer lítinn áhuga á að nota þá. Klúbburinn er þó ennþá óákveðinn með hvað á að gera með Jesse Lingard sem var frábær hjá West Ham á láni á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu