Portúgalska stórsjarnan Cristiano Ronaldo er í frábæru formi og er einn besti íþróttamaður heims þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall.
Hann hugsar mikið um mataræðið sem hjálpar honum að vera í frábæru formi árið um kring. Daouda Peeters, leikmaður Juventus, var í viðtali á dögunum og gaf okkur innsýn í mataræði Ronaldo.
„Hann borðar alltaf það sama. Brokkolí, kjúkling og hrísgrjón, ásamt mörgum lítrum af vatni og ekkert kók að sjálfsögðu,“ sagði Peeters við AS.
Ronaldo borðar sex máltíðir á dag og forðast áfengi og kolsýrða drykki.
„Góð æfing verður að fara samfara góðu mataræði. Ég borða próteinríka fæðu, ávexti og grænmeti,“ sagði Ronaldo við Goal fyrir nokkru.
„Það er mikilvægt að borða reglulega. Ég borða sex smærri máltíðir á dag til að tryggja að ég hafi næga orku til að geta staðið mig vel.“
Ronaldo er nú með portúgalska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Liðið mætir Belgíu í 16-liða úrslitum á morgun.