fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Vilja hafa Southgate áfram – „Hann hefur náð frábærum árangri“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 11:00

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið ætlar að bjóða Gareth Southgate framlengingu á samningnum við sambandið.

Núverandi samningi hans lýkur strax eftir heimsmeistarakepnnina í Katar 2022, en stjórnarmenn enska knattspyrnusambandsins vilja ólmir að hann verði lengur en það.

„Við myndum klárlega vilja að hann væri áfram,“ sagði Bullingham, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins

„Gareth veit nákvæmlega hvað okkur finnst um hann. Hann veit að okkur finnst hann standa sig vel og við viljum hafa hann áfram.“

„Við munum tala saman formlega eftir mótið, en ef þú spyrð mig núna þá viljum við að hann haldi áfram. Hann hefur fullkominn stuðning okkar eftir frábært gengi á vellinum.“

England mætir Þýskalandi í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu á þriðjudag. Bullingham var spurður að því hvort að úrslit úr þeim leik hefðu áhrif á þennan nýja samning.

„Þú hefur bara spurt að skoðun minni á því að hann sé áfram og hvað mér finnst um hann. Hann er að gera frábæra hluti en ég hef ekki sagt að það sé búið að bjóða honum nýjan samning,“ sagði Bullingham að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman