Eden Hazard á ansi huggulega eign í Madríd þar sem hann býr með fjölskyldu sinni.
Þar hafa þau búið frá því að leikmaðurinn gekk til liðs við Real Madrid frá Chelsea sumarið 2019.
Hazard hefur ekki alltaf átt sjö daganna sæla í spænsku höfuðborginni. Hann hefur glímt við meiðsli og einnig verið í þyngra lagi.
Belginn er þessa stundina með landsliði sínu á Evrópumótinu. Þar mætir Belgía Portúgal í 16-liða úrslitum á sunnudag.
Í húsinu í Madríd má meðal annars finna sex svefnherbergi og tíu baðherbergi. Þá er einnig sundlaug, líkamsræktarsalur, tennisvöllur, kvikmyndasalur og spa hluti af eigninni. Myndir innan úr eigninni má nálgast hér fyrir neðan.