Það voru nokkur Íslendingalið á ferðinni í Noregi í dag. Leikið var bæði karla- og kvennamegin.
Emil Pálson var í byrjunarliði Sarpsborg í 1-2 tapi gegn Viking í efstu deildinni í karlaflokki . Hann lék í tæpar 80 mínútur. Samúel Kári Friðjónsson var ekki með Viking í leiknum. Sarpsborg er í ellefta sæti deildarinnar með 9 stig eftir átta leiki. Viking hefur 15 stig og er í fimmta sæti eftir níu leiki.
Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg í 2-0 tapi gegn Lilleström. Rosenborg er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig. Liðið hefur leikið tíu leiki.
Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á varamannabekk Arna-Björnar í 1-1 jafntefli liðsins gegn Sandviken í efstu deildinni í kvennaflokki. Þetta var fimmti leikur liðsins á leiktíðinni og var þetta fyrsta stigið sem Arna-Björnar sækir.