fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Emil og Hólmar í tapliðum – Guðbjörg áfram á bekknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. júní 2021 19:58

Hómar Örn Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru nokkur Íslendingalið á ferðinni í Noregi í dag. Leikið var bæði karla- og kvennamegin.

Emil Pálson var í byrjunarliði Sarpsborg í 1-2 tapi gegn Viking í efstu deildinni í karlaflokki . Hann lék í tæpar 80 mínútur. Samúel Kári Friðjónsson var ekki með Viking í leiknum. Sarpsborg er í ellefta sæti deildarinnar með 9 stig eftir átta leiki. Viking hefur 15 stig og er í fimmta sæti eftir níu leiki.

Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg í 2-0 tapi gegn Lilleström. Rosenborg er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig. Liðið hefur leikið tíu leiki.

Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á varamannabekk Arna-Björnar í 1-1 jafntefli liðsins gegn Sandviken í efstu deildinni í kvennaflokki. Þetta var fimmti leikur liðsins á leiktíðinni og var þetta fyrsta stigið sem Arna-Björnar sækir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann