UEFA hefur ákveðið að leikmenn geti valið hvort flaska af Heineken bjór verði fyrir framan þá á fréttamannafundum í tengslum við mótið.
Paul Pogba leikmaður Frakklands færði flöskuna á dögunum og vakti það athygli, Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis.
Múslimar í mótinu fá því að velja hvort flaskan verði fyrir framan þá en samkvæmt trúnni þá neitir Pogba ekki áfengis, á það við um fleiri múslima.
Drykkir á borðum á fréttamannafundi eru hluti af Evrópumótinu en Cristiano Ronaldo færði Coca-Cola flösku um daginn, hann vill ekki drekka gosdrykki.
Heineken og Coca-Cola eru meðal stærstu styrktaraðili mótsins en málin hafa vakið mikla athygli.