Mynd sem birt var í dag af Bruno Fernandes leikmanni Manchester United hefur vakið mikla athygli, var hún tekinn þegar hann var ungur að árum í Portúgal.
Mauro Borghetti sem þjálfaði Bruno þegar hann var ungur hefur haldið því fram að Bruno hafi í raun aldrei litið út eins og knattspyrnumaður.
Bruno var seinþroska og tók líkamlegan vöxt út seinna en flestir jafnaldrar sínir. Landslið Portúgals birti í dag mynd af Bruno þegar hann var að verða 17 ára gamall.
„Hann var hlédrægur og heiðarlegur, hann þroskaðist mjög seint,“ sagði Mauro Borghetti sem fékk Bruno til Novara á Ítalíu árið 2012.
„Þegar hann kom til okkar þá leit hann ekkert út eins og knattspyrnumaður,“ sagði Borghetti enn fremur. Myndin sem vakið hefur athygli má sjá hér að neðan.