fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Real Madrid með plan til að klófesta Mbappe í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. júní 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG er í klípu því félaginu gengur ekkert að sannfæra Kylian Mbappe um að framlengja dvöl sín hjá félaginu.

Mbappe á bara ár eftir af samningi sínum og hefur ekki viljað framlengja hann. PSG gæti misst hann frítt næsta sumar.

Marca segir frá því í dag að þessa stöðu ætli Real Madrid að nýta sér, ætlar spænska félagið að reyna að kaupa Mbappe eftir Evrópumótið.

Draumur Mbappe er að spila fyrir Real Madrid og hefur verið það frá unga aldri. Það gæti orðið í sumar.

PSG gæti freistast til þess að selja einn besta leikmann í heimi ef félagið telur næsta víst að það geti ekki sannfært hann um að framlengja samninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann