PSG er í klípu því félaginu gengur ekkert að sannfæra Kylian Mbappe um að framlengja dvöl sín hjá félaginu.
Mbappe á bara ár eftir af samningi sínum og hefur ekki viljað framlengja hann. PSG gæti misst hann frítt næsta sumar.
Marca segir frá því í dag að þessa stöðu ætli Real Madrid að nýta sér, ætlar spænska félagið að reyna að kaupa Mbappe eftir Evrópumótið.
Draumur Mbappe er að spila fyrir Real Madrid og hefur verið það frá unga aldri. Það gæti orðið í sumar.
PSG gæti freistast til þess að selja einn besta leikmann í heimi ef félagið telur næsta víst að það geti ekki sannfært hann um að framlengja samninginn.