fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þrjár sviðsmyndir á Sauðárkróki um helgina: Foreldrum blöskrar – „Treysti mér alveg að keyra en ég er með börn í bílnum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. júní 2021 09:38

Hugi var búsettur á Sauðárkróki á þessum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er töluverð ábyrgð sem mótshaldarar taka á sig með því að stefna ferðavögnum beint inn í appelsínugula viðvörun,“ skrifar Guðmundur Þór Reynisson einn af mörgum sem er ósáttur við það að Steinullarmót Tindastóls í knattspyrnu fari fram um helgina.

Steinullarmót Tindastóls er haldið ár hvert en um er að ræða mót sem haldið er fyrir 6 flokk kvenna á Sauðarkróki í lok júní.

Mótið hefst á morgun en Tindastóll ákvað í gærkvöldi að mótið færi fram þrátt fyrir að veðurspáin væri slæm. Gul og appelsínugul viðvörðun er víða um land og segir á vef Veðurstofunnar. „Í dag verður SV hvassviðri eða stormur. Ekkert ferðaveður fyrir ferðahýsi eða húsbíla, einnig getur verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi. Mikilvægt að göngufólk geti leitað skjóls í húsum. Lausamunir geta fokið, og mikilvægt að festa niður eða taka inn trampolín og garðhúsgögn. Sjá gular og appelsínugular viðvaranir sem eru í gildi og fylgjast vel með veðri á t.d. vef Vegagerðarinnar.“

Fólk alls staðar af landinu ætlaði sér að koma á Sauðárkrók um helgina en óvíst er hvort öll lið mæti á svæðið vegna veðurs.

Mörgum blöskrar:

Haukur einn leggur orð í belg um þá ákvörðun að halda mótið. „Sviðsmynd 3 er það sem blasir við núna – og að bruna norður á laugardagskvöld og til baka sunnudagskvöld, 600 km á rúmum sólarhring er ekki góð skemmtun. Sviðsmynd 1; fara fellihýsalaus og gista 2 nætur í skólastofum er ekki fjölskyldufríið – og það er ekkert gaman fyrir þær að spila fótbolta í 20m/sek. Ég er bara að reyna að vera raunsær og rekandi ferðaþjónustufyrirtæki, þá hef ég mikinn skilning á fjárhagsafleiðingum þess að aflýsa – en við eigum að hafa lært að hlýða Víði, taka mark á viðvörunum. Það koma mót eftir þetta mót – þótt ég skilji alveg að mótshaldarar geri allt til að móti fari fram – og þurfi ekki að endurgreiða og sitja bara uppi með kostnaðinn,“ skrifar Haukur.

Mótið fer fram en óvíst er hvort það hefjist á morgun, líkur eru á að það hefjist á sunnudag og verði þá spilað þéttar.

Guðbergur Már Skúlason leggur orð í belg og segir. „Finnst þetta vera of mikil áhætta að keyra með ferðavagna á sauðárkrók, ég treysti mér alveg að keyra en ég er með börn í bílnum.“

Þó nokkrir hrósa þó mótshöldurum fyrir að vera á tánum og teikna upp nokkrar sviðsmyndir.

Sviðsmyndir Tindastóls:

Við erum að vinna með þrjár sviðsmyndir eftir því hvernig veðurspáin þróast.

1.) Mótið verður haldið samkvæmt óbreyttri dagskrá – þetta er ólíklegasta niðurstaðan eins og staðan er en viljum halda möguleikanum opnum ef foreldrar ákveða að þiggja gistingu í skólum og fleiri börn ferðist í hverjum bíl. Við viljum ekki að neinn fari af stað gegn betri vitund eða meðan óvissuástand er á vegum með aftanívagn svo það sé á hreinu.

Ákvörðun um það hvort þetta plan haldi verður tekin fyrir kl. 16 föstudaginn 25. Júní og birt á mótssíðunni.

2.) Mótið hefst kl.13:00 á laugardaginn 26.júní og dagskrá heldur sér nema leikir færast fram – þarna erum við að gefa okkur það að veðrið vinni með okkur og fólk geti farið af stað um kl.8 um morguninn og mætt fyrir fyrstu leiki. Ákvörðun um þetta verður tekin fyrir kl.07:00 laugardaginn 26.júní og birt á mótssíðunni.

3.) Ef veðrið hagar sér eins og veðurfræðingar hafa spáð fyrir um og að síðustu veðuraðvaranir falli niður kl.15 á laugardag og fólk leggi þá af stað að þá gerum við ráð fyrir að allir geti verið komin fyrir kvöldmat í þróttahúsinu og keyrum við upp kvöldvökuna samkvæmt áætlun. Allir leikir yrðu svo spilaðir á 16 völlum í stað 12 á sunnudeginum. Gert ráð fyrir að fystu leiki hefjist kl.8:00

Þetta er niðurstaðan ef sviðsmyndir 1 og 2 ganga ekki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning