fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Gjörningur Pogba hafði áhrif – Bjórinn hverfur af blaðamannafundum

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 18:45

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipuleggjendur Evrópumótsins í knattspyrnu ætla að hætta að stilla upp Heineken fyrir framan þá leikmenn sem aðhyllast íslamstrú eftir að Pogba færði bjórinn í burtu á blaðamannafundi í síðustu viku.

Þetta byrjaði allt saman þegar Cristiano Ronaldo fjarlægði kókflösku af blaðamannafundi og sagði fólki að drekka vatn. Pogba fylgdi á eftir en hann færði Heineken flösku í burtu af borðinu.

Neysla áfengis er bönnuð meðal múslima og eftir gjörning Pogba hefur UEFA samþykkt að bjórinn verði ekki á borðinu á blaðamannafundum þegar leikmenn sem aðhyllast íslamstrú sitja svara.

Karim Benzema tók þátt á blaðamannafundi eftir leik Frakka í gær og þar var ekki að sjá Heineken flöskur.

UEFA gaf í síðustu viku út viðvörun til þeirra leikmanna sem voru að fylgja á eftir Ronaldo og fikta í flöskunum á blaðamannafundi. Samtökin hafa nú bætt við að það sé munur á því að fjarlægja áfenga drykki á grunni trúarbragða og að fjarlægja gosdrykki sem hafa slæm áhrif á lýðheilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?