fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Segir fréttafluttning um Björn Daníel tóma vitleysu – „Allt tal um riftun er bara bull“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 13:35

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt tal um að FH ætli sér að rifta samningi við Björn Daníel Sverrisson og að hann hafi neitað að koma inn sem varamaður gegn Breiðabliki eru bull og vitleysa. Þetta segir Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH í samtali við 433.is í dag.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Björn Daníel eftir 4-0 tap FH gegn Blikum á sunnudag. Í kjölfarið var Logi Ólafsson látin taka poka sinn sem þjálfari liðsins og Ólafur Jóhannesson ráðinn í hans stað.

Í frétt sem Fótbolti.net birtir í dag segir meðal annars. „Björn Daníel átti að koma inn sem varamaður í stöðunni 4-0 fyrir Breiðablik. Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, reiddist og skipaði Birni að setjast á bekkinn.“

Davíð Þór segir að þeir hafi vissulega átt í orðaskiptum á hliðarlínunni en Björn hafi aldrei neitað því að mæta inn á völlinn. „Það sem gerðist í þessu atviki, það var tæklað strax daginn eftir,“ sagði Davíð Þór í samtali við 433.is og ítrekað að Björn hafi aldrei neitað því að fara inn á völlinn.

„Það verða ekki frekar eftirmálar af þessu máli og allt tal um riftun er bara bull. Það var ekkert sem gerðist þarna sem gefur tilefni til þess að rifta samningi.“

Björn Daníel hefur verið á varamannabekk stærstan hluta sumars og hafði komið við sögu í sex leikjum fram að leiknum við Blika. FH mætir Njarðvík í bikarnum í dag þar sem Björn Daníel gæti byrjað sinn fyrsta leik í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið