fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir fréttafluttning um Björn Daníel tóma vitleysu – „Allt tal um riftun er bara bull“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 13:35

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt tal um að FH ætli sér að rifta samningi við Björn Daníel Sverrisson og að hann hafi neitað að koma inn sem varamaður gegn Breiðabliki eru bull og vitleysa. Þetta segir Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH í samtali við 433.is í dag.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Björn Daníel eftir 4-0 tap FH gegn Blikum á sunnudag. Í kjölfarið var Logi Ólafsson látin taka poka sinn sem þjálfari liðsins og Ólafur Jóhannesson ráðinn í hans stað.

Í frétt sem Fótbolti.net birtir í dag segir meðal annars. „Björn Daníel átti að koma inn sem varamaður í stöðunni 4-0 fyrir Breiðablik. Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, reiddist og skipaði Birni að setjast á bekkinn.“

Davíð Þór segir að þeir hafi vissulega átt í orðaskiptum á hliðarlínunni en Björn hafi aldrei neitað því að mæta inn á völlinn. „Það sem gerðist í þessu atviki, það var tæklað strax daginn eftir,“ sagði Davíð Þór í samtali við 433.is og ítrekað að Björn hafi aldrei neitað því að fara inn á völlinn.

„Það verða ekki frekar eftirmálar af þessu máli og allt tal um riftun er bara bull. Það var ekkert sem gerðist þarna sem gefur tilefni til þess að rifta samningi.“

Björn Daníel hefur verið á varamannabekk stærstan hluta sumars og hafði komið við sögu í sex leikjum fram að leiknum við Blika. FH mætir Njarðvík í bikarnum í dag þar sem Björn Daníel gæti byrjað sinn fyrsta leik í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu