fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Freyr fór í sitt fyrsta viðtal í Danmörku: Líkti Lyngby við Leikni – Ætlar að spila sóknarbolta

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 18:58

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson fór í sitt fyrsta viðtal við heimasíðu Lyngby í Danmörku í dag eftir að hafa tekið formlega við sem stjóri liðins. Hann segir markmiðið fyrir næstu leiktíð vera að spila sóknarbolta og að koma liðinu aftur upp í efstu deild.

Freyr sagði í viðtalinu að metnaður félagsins og fólkið sem hann hafi hitt hafi sannfært hann um að taka við starfinu.

,,Metnaðurinn og ástríðan í félaginu er það sem fékk mig til að segja já við Lyngby. Í öllum samtölunum sem ég hef tekið hérna hef ég hitt fólk sem hefur ástríðu fyrir félaginu. Eigendurnir myndu gera hvað sem er fyrir félagið og það var mér hvatning. Ég hlakka til að verða partur af félaginu og verkefninu.“ 

Breiðhyltingurinn sagði einnig að leikstíll liðsins henti sér mjög vel.

,,Þeir spila nákvæmlega þann fótbolta sem ég vil spila. Sem þjálfari vil ég að orkustigið sé hátt og að leikmenn sýni ástríðu. Við þurfum að sækja og hafa sjálfstraust.“

Lyngby féll úr efstu deild niður í B-deild í vor. Markmiðið er skýrt, að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu.

,,Ég held að allir í liðinu og starfsliðinu viti að Lyngby vill fara í efstu deild á nýjan leik. Við þurfum að passa okkur á því að það verður erfitt að komast þangað en við þurfum að njóta tímabilsins, sem verður langt. Markmiðið okkar er þó að fara upp.“

Fyrsta starf Freys sem aðalþjálfari í karlaflokki var er hann stýrði Leikni Reykjavík á árunum 2013 til 2015. Hann kom liðinu upp í efstu deild. Freyr segir að líkindi megi finna með Leikni og Lyngby þegar kemur að samfélaginu og fólkinu í kringum liðið.

,,Það var frábært að vera þar. Ég ólst þar upp. Eftir að ferli mínum lauk er ég var 27 ára fór ég að þjálfa hjá Val en kom svo til baka í Leikni sem var í næstefstu deild. Við höfðum nánast ekkert fjármagn en ég var með frábært starfsfólk. Við vorum ekki svo margir, þrír. Ég, einn annar og svo markmannsþjálfari sem var besti vinur minn. Við unnum hart að okkur og komumst í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Frey í heild sinni. Þess má þó geta að það fór fram á dönsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Giggs segir upp störfum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Í gær

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut