fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Fullyrðir að Mbappe ætli sér að komast frá frönsku höfuðborginni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 18:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski blaðamaðurinn Daniel Riolo segir að Kylian Mbappe hafi ekki í hyggju að vera mikið lengur hjá Paris Saint-Germain.

Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur verið í París frá árinu 2017. Síðan þá hefur hann þó reglulega verið orðaður við önnur stórlið, til að mynda Real Madrid.

Samningur leikmannsins rennur út næsta sumar. Samkvæmt Riolo hefur Mbappe látið æðstu menn hjá PSG vita af áætlunum sínum um að yfirgefa félagið.

,,Ég veit að Mbappe bað um að fá að fara. Það er samt flókið því fyrst þarf að finna lið sem er tilbúið að borga honum laun. Það nýjasta í stöðunni er þó að hann vill í raun ekki vera áfram,“ sagði Riolo við RMC Sport. 

Þessir fréttir stanga á við það sem Nasser Al Khelaifi, forseti PSG, sagði fyrir stuttu. Þá stóð hann fastur á því að Mbappe myndi alls ekki yfirgefa félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“