fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Máni um aumingjans mennina í Hafnarfirði: „Fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson sérfræðingur Stúkunnar um efstu deild karla á Stöð2 Sport fór ekki fögrum orðum um leikmenn FH í þætti gærkvöldsins. Logi Ólafsson lét af störfum sem þjálfari liðsins í gær og Ólafur Jóhannesson tók við.

Ólafur er mættur aftur heim en hann var síðast með liðið árið 2007, Logi tók við þjálfun liðsins í vetur þegar Eiður Smári Guðjohnsen lét af störfum.

„Maður á eiginlega ekki til orð. Ekki að þetta hafi komið á óvart að Logi hafi verið látinn fara en ég veit ekki hvað er að frétta þarna. Ég er eiginlega spenntastur núna, þegar Óli Jóh tekur við liðinu, að sjá hvað þessir aumingjans menn, leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, eiga eftir að finna sem næstu afsökun fyrir lélegu gengi sínu,“ sagði Máni í Stúkunni á Stöð2 Sport.

Rót hefur verið á FH-ingum síðustu ár, þjálfara hafa komið og farið og árangurinn innan vallar ekki verið í samræmi við væntingar.

„Þeir eru búnir að hafa Óla Kristjáns sem þjálfara og hann var ekki nógu skemmtilegur. Þeir fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál. Þeir eru búnir að fá hvern þjálfarann á fætur öðrum og það er búið að kaupa leikmenn þarna inn,“ sagði Máni.

Máni telur að vandamál FH sé stærra en bara Logi Ólafsson.

„Ég held að gengi FH-liðsins hafi ekki nokkurn skapaðan hlut með Loga Ólafsson að gera. Þessir leikmenn þurfa heldur betur að líta í eigin barm. Þetta er frábær leikmannahópur en staðreyndin er sú að enginn í honum hefur sýnt okkur neitt í heilt tímabil að hann sé góður leikmaður. Ef þú ættir að kalla þetta lið eitthvað væri þetta Sigga Hlö-liðið, Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman