fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 19:52

Elín Metta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Öruggt hjá Stjörnunni

Stjarnan tók á móti ÍBV í Garðabæ. Heimakonur unnu öruggan sigur.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom Stjörnunni yfir á 13. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Deilaney Pridham fékk gullið tækifæri til að jafna fyrir gestina eftir tíu mínútur af seinni hálfleik af vítapunktinum. Birta Guðlaugdóttir í marki heimakvenna varði hins vegar frá henni.

Betsy Hassett tvöfaldaði forystu Stjörnunnar á 68. mínútu. Rúmum fimm mínútum síðar var Hildigunnur búin að gera út um leikinn með sínu öðru marki. Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í lok leiks. Lokatölur 3-0.

Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig. ÍBV er í því sjöunda með 9 stig.

Óvænt jafntefli á Hlíðarenda

Valur og Þór/KA gerðu jafntefli á Hlíðarenda.

Elín Metta Jensen skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 19. mínútu.

Heimakonur leiddu út fyrri hálfleikinn en gestirnir jöfnuðu snemma í seinni hálfleik. Það gerði Margrét Árnadóttir af vítapunktinum. Lokatölur 1-1.

Valur er á toppi deildarinnar með 14 stig. Þór/KA er í áttunda sæti með 7 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“
433Sport
Í gær

Verið slakur í vetur en fer ekki á sölulista í janúar

Verið slakur í vetur en fer ekki á sölulista í janúar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea gæti óvænt kallað leikmann til baka

Chelsea gæti óvænt kallað leikmann til baka
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“