fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

EM: Ítalía og Wales áfram í 16-liða úrslit

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 17:56

Ítalir fagna markinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Ítalía mætti Wales og Sviss spilaði gegn Tyrklandi. Eftir þennan leik er ljóst að Ítalía og Wales fara beint áfram í 16-liða úrslit. Sviss er í þriðja sæti riðilsins og eru einnig líklegir til að komast áfram en fjögur stigahæstu liðin í þriðja sæti fara einnig áfram.

Ítalir gerðu átta breytingar frá síðasta leik á EM. Það kom ekki að sök er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales. Pessina skoraði eina mark leiksins.

Ítalía 1 – 0 Wales
1-0 Pessina (´39)
Ampadu rautt spjald (´55)

Sviss átti flottan leik gegn slöku liði Tyrkja í dag. Seferovic kom Sviss yfir snemma leiks og Shaqiri tvöfaldaði forystuna á 26. mínútu. Kahveci minnkaði muninn á 62. mínútu. Við það efldust Svisslendingar og Shaqiri skoraði þriðja markið á 68. mínútu. Þar við sat og 3-1 sigur staðreynd.

Sviss 3 – 1 Tyrkland
1-0 Seferovic (´6)
2-0 Shaqiri (´26)
2-1 Kahveci (´62)
3-1 Shaqiri (´68)

Ítalir eru á toppi riðilsins með 9 stig. Wales er í öðru sæti með 4 stig og Sviss í þriðja sæti, einnig með 4 stig en lakari markatölu. Tyrkland er í botnsætinu án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla