fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Sif sakar KSÍ um sýndarsiðferði – „Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 19:00

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Sigmarsdóttir, pistla- og rithöfundur, sakar KSÍ um að taka þátt í sýndarsiðferði í pistli í Fréttablaðinu sem birtist í gær.

Eiður Smári var sendur í tímabundið leyfi frá KSÍ fyrir að pissa úti á götu um síðustu helgi og vakti málið mikla athygli. Sif telur að með þessu taki Knattspyrnusambandið þátt í sýndarsiðferði.

„KSÍ tekur þátt í sýndarsiðferði samtímans. Það má ekki pissa úti á götu. En það er í lagi að spila fótbolta í Katar þar sem mannréttindi eru höfð að engu. Það er í lagi að flagga styrktaraðilanum Kók sem gengur gegn öllum hugmyndum um hollustu og hreysti,“ sagði Sif í pistli í Fréttablaðinu.

„Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað í Sviss um árið,“ bætti Sif Sigmarsdóttir við.

Þarna vísaði Sif í frægt atriði þegar fjármálastjóri KSÍ notaði kreditkort félagsins á nektarstað í Sviss. Þá var ákveðið að fjármálastjórinn fengi að halda starfinu enda hafði hann unnið flekklaust starf.

Í pistlinum fer Sif yfir fleiri dæmi þar sem fólki er útskúfað úr samfélaginu eða missir vinnu vegna ósæmilegrar hegðunar í fortíðinni. Hún nefnir meðal annars krikketleikarann Ollie Robinson sem lék nýlega sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið. Á meðan leiknum stóð grófu menn upp gamlar færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gerðist sekur um rasisma og kvenfyrirlitningu. Hann fékk ekki að leika meira með landsliðinu.

„Samfélagsmiðlar eru fallöxi samtímans. Leiki minnsti grunur á að bærist með einstaklingi hugsanir sem ganga gegn ríkjandi málstað bíður hans opinber aftaka,“ sagði Sif í pistli sínum í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“