fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Sif sakar KSÍ um sýndarsiðferði – „Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 19:00

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Sigmarsdóttir, pistla- og rithöfundur, sakar KSÍ um að taka þátt í sýndarsiðferði í pistli í Fréttablaðinu sem birtist í gær.

Eiður Smári var sendur í tímabundið leyfi frá KSÍ fyrir að pissa úti á götu um síðustu helgi og vakti málið mikla athygli. Sif telur að með þessu taki Knattspyrnusambandið þátt í sýndarsiðferði.

„KSÍ tekur þátt í sýndarsiðferði samtímans. Það má ekki pissa úti á götu. En það er í lagi að spila fótbolta í Katar þar sem mannréttindi eru höfð að engu. Það er í lagi að flagga styrktaraðilanum Kók sem gengur gegn öllum hugmyndum um hollustu og hreysti,“ sagði Sif í pistli í Fréttablaðinu.

„Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað í Sviss um árið,“ bætti Sif Sigmarsdóttir við.

Þarna vísaði Sif í frægt atriði þegar fjármálastjóri KSÍ notaði kreditkort félagsins á nektarstað í Sviss. Þá var ákveðið að fjármálastjórinn fengi að halda starfinu enda hafði hann unnið flekklaust starf.

Í pistlinum fer Sif yfir fleiri dæmi þar sem fólki er útskúfað úr samfélaginu eða missir vinnu vegna ósæmilegrar hegðunar í fortíðinni. Hún nefnir meðal annars krikketleikarann Ollie Robinson sem lék nýlega sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið. Á meðan leiknum stóð grófu menn upp gamlar færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gerðist sekur um rasisma og kvenfyrirlitningu. Hann fékk ekki að leika meira með landsliðinu.

„Samfélagsmiðlar eru fallöxi samtímans. Leiki minnsti grunur á að bærist með einstaklingi hugsanir sem ganga gegn ríkjandi málstað bíður hans opinber aftaka,“ sagði Sif í pistli sínum í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met
433Sport
Fyrir 2 dögum

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“