fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Íslendingar í útlöndum: Viðar Ari skoraði í Íslendingaslag – Bjarni og félagar á botninum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 15:06

Viðar Ari Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir leikmenn voru á ferðinni með félagsliðum sínum í Noregi og Svíþjóð í dag.

Viðar Ari skoraði í Íslendingaslag

Sandefjörd vann Viking, 3-0, í efstu deild Noregs. Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir sigurliðið og skoraði fyrsta mark leiksins. Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking og spilaði stærstan hluta leiksins. Viking er í sjötta sæti með 12 stig eftir átta leiki. Sandefjörd er í ellefta sætimeð 6 stig en hefur þó aðeins leikið sex leiki.

Tveir Íslendingar léku í sænsku B-deildinni

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage og spilaði stærstan hluta leiks í 1-3 tapi gegn Örgryte sænsku B-deildinni. Lið hans er í sextánda sæti deildarinnar, neðsta sæti, með 9 stig eftir ellefu leiki.

Alex Freyr Hauksson kom inn á sem varamaður fyrir Östers í 2-0 sigri á Eskilstuna í sömu deild. Hann lék í stundarfjórðung. Östers eru í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir ellefu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United