Samkvæmt breskum miðlum í dag hefur Manchester United gert nýtt og betra tilboð í Jadon Sancho, leikmann Dortmund.
Enska félagið hefur lengi verið á eftir Sancho. Síðasta sumar var talið að leikmaðurinn væri á leið til Man Utd en þá kom allt fyrir ekki.
Dortmund hafnaði tilboði Man Utd upp á um 68 milljónir punda á dögunum.
Nýtt tilboð enska félagsins hljóðar upp á 75 milljónir punda. Það er ekki víst að það muni duga til þess að krækja í leikmanninn. Dortmund gæti freistað þess að fá upphæð nær 90 milljónum punda.
Sancho er í enska landsliðshópnum sem leikur á EM 2020 þessa daganna. Hann hefur hins vegar ekkert fengið að koma við sögu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlakeppninni.