fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að Andri hafi ekki náð sér á strik

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 07:00

Andri Rúnar Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Kristjánsson viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að Andra Rúnari Bjarnasyni hafi ekki tekist að koma sér nægilega vel í gang á tíma Ólafs sem þjálfari framherjans hjá Esbjerg. Ólafur var gestur í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í vikunni.

Ólafur fékk Andra til B-deildarliðsins fyrir síðustu leiktíð frá Kaiserslautern í Þýskalandi. Andri náði aðeins að leika fimm leiki á leiktíðinni og glímdi einnig við meiðsli.

,,Já, það voru það. Hann kemur til okkar frá Þýskalandi, búinn að eiga erfiðan tíma þar, var með smá meiðsli sem hann dró eftir sér þaðan. Það var svolítið erfitt fyrir hann að koma inn,“ sagði Ólafur er hann var spurður út í það hvort að það hafi verið vonbrigði að hafa ekki náð Andra af stað.

Ólafur, sem var látinn fara frá Esbjerg í vor, segir að Andri þurfi að komast yfir meiðslin og þá geti hann staðið sig vel á vellinum.

,,Hann reyndi, hann vildi virkilega og því miður náði hann sér ekki á strik. En Andri er mjög frambærilegur leikmaður. Hann þarf bara að komast yfir þessi meiðsli og ná sér almennilega í stand og þá getur hann alveg skorað og spilað mjög vel.“

Líklegt þykir að Andri Rúnar yfirgefi Esbjerg í sumar. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Andra sem og ítarlegt viðtal við Ólaf í heild sinni. Þar er farið yfir víðan völl. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met
433Sport
Í gær

Rekinn úr starfi í gær

Rekinn úr starfi í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun