fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Vilja Englendingar ekki vinna riðilinn sinn? – Ansi erfitt verkefni gæti beðið þeirra

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi erfitt verkefni gæti beðið enska landsliðsins í 16-liða úrslitum, vinni þeir D-riðilinn á EM 2020. Það má í raun færa rök fyrir því að liðið fengi mun auðveldari andstæðing ef það endar í öðru sæti riðilsins.

Sigurvegarinn úr D-riðlinum, sem inniheldur Skotland, Tékkland og Króatíu, ásamt Englendingum, mætir nefnilega liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðlinum, dauðariðlinum sjálfum. Í honum leika Frakkland, Portúgal, Ungverjaland og Þýskaland. Líklegt þykir að heimsmeistarar Frakka og Evrópumeistarar Portúgala endi í tveimur efstu sætunum. Það eru ekki beint ákjósanlegir andstæðingar strax í 16-liða úrslitum.

Aftur á móti mætir liðið sem hafnar í öðru sæti D-riðilsins liðinu sem hafnar í öðru sæti E-riðils. Sá riðill inniheldur Spán, Svíþjóð, Slóvakíu og Pólland. Það er ljóst að allir andstæðingar í þessum riðli eru í hið minnsta aðeins ákjósanlegri en Frakkland og Portúgal.

Sem stendur er England í öðru sæti D-riðils. Þeir mæta Tékkum í lokaleik riðilsins. Jafntefli þar tryggir þeim annað sætið í riðlinum. Hvort þeir hangi einfaldlega á stiginu gegn Tékkum verður að koma í ljós þegar þar að kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat