fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Var orðaður við Arsenal og Liverpool en nú er ljóst að hann endar á Spáni

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 10:30

Rodrigo de Paul. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rodrigo de Paul, argentískur miðjumaður Udinese á Ítalíu, mun ganga í raðir Atletico Madrid. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

De Paul hafði verið orðaður við Arsenal og Liverpool. Bæði lið leita að styrkingu á miðsvæðið.

Það er hins vegar klárt að Spánarmeistarar Atletico eru að krækja í hann. Udinese hefur þegar samþykkt tilboð upp á 35 milljónir evra í Argentínumanninn.

De Paul er með argentíska landsliðinu í Suður-Ameríku bikarnum þessa stundina. Hann mun fljúga til Madrídar til þess að gangast undir læknisskoðun um leið og Argentína hefur lokið keppni þar.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður hefur verið langbesti leikmaður Udinese í Serie A síðustu tímabil. Hann mun án efa koma til með að styrkja miðjuna hjá Atletico á næstu leiktíð í tilraun liðsins til að verja Spánarmeistaratitilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Í gær

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“