fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Ramos ósáttur við endalokin hjá Madrid

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 20:20

Sergio Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos hefur yfirgefið Real Madrid en félagið tilkynnti þetta í gær. Í dag var blaðamannafundur fyrir Ramos þar sem hann kvaddi stuðningsmenn félagsins.

Hann var mjög hreinskilinn á blaðamannafundinum og sagðist ekki vilja yfirgefa félagið. Hann hafi samþykkt samning frá Real Madrid eftir smá umhugsun en þá hafi samningurinn verið útrunninn og ekki lengur í boði.

„Síðustu mánuði bauð Real Madrid mér 1 árs framlenginu með 10% lægri launum. Ég vildi semja í 2 ár en að lokum ákvað ég að samþykkja þeirra tilboð. Þá var samningurinn ekki lengur í boði og hafði runnið út, eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ sagði Ramos á blaðamannafundi.

Ramos hefur ekki enn ákveðið næstu skref en útilokaði að vera á leið til Sevilla.

„Ég hef fengið nokkur símtöl frá áhugasömum klúbbum. Leitin mun hefjast núna. Sevilla er ekki möguleiki eins og staðan er núna.“

„Ég vildi aldrei yfirgefa Real Madrid, mig hefur alltaf langað að vera hérna.“

„Ég sé ykkur fljótt aftur. Fyrr eða síðar mun ég snúa til baka. Madrid verður alltaf í hjarta mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt