fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Solskjaer leggur áherslu á að fá Trippier – Verðmiðinn fælir frá

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vill ekki borga 20 milljónir punda fyrir Kieran Trippier að því er segir í frétt Sportsmail.
United vill frekar borga í kringum 10 milljónir punda fyrir kappann en því tilboði var strax hafnað af spænsku meisturunum.

Kieran Trippier, sem er orðinn 30 ára gamall, vann La Liga með Atlético Madrid á tímabilinu. Hann er talinn vera einn af þeim leikmönnum sem Solskjaer leggur áherslu á að fá í sumar. Það eina sem fælir United frá er verðmiðinn.

Solskjaer er mjög hrifinn af leikmanninum og vill einnig fá samkeppni fyrir Aaron Wan-Bissaka. Í frétt Sportsmail segir að United ætli þó ekki að borga uppsett verð vegna aldurs Trippier ásamt því að hann á aðeins eitt ár eftir af samning.

Trippier er nú með enska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Hann spilaði óvænt stöðu vinstri bakvarðar í fyrsta leik þeirra gegn Króatíu. Ýmsir miðlar halda því fram að hann hafi sagt við vini sína í landsliðinu að hann hafi mikinn áhuga á því að koma til Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta