fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Solskjaer leggur áherslu á að fá Trippier – Verðmiðinn fælir frá

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vill ekki borga 20 milljónir punda fyrir Kieran Trippier að því er segir í frétt Sportsmail.
United vill frekar borga í kringum 10 milljónir punda fyrir kappann en því tilboði var strax hafnað af spænsku meisturunum.

Kieran Trippier, sem er orðinn 30 ára gamall, vann La Liga með Atlético Madrid á tímabilinu. Hann er talinn vera einn af þeim leikmönnum sem Solskjaer leggur áherslu á að fá í sumar. Það eina sem fælir United frá er verðmiðinn.

Solskjaer er mjög hrifinn af leikmanninum og vill einnig fá samkeppni fyrir Aaron Wan-Bissaka. Í frétt Sportsmail segir að United ætli þó ekki að borga uppsett verð vegna aldurs Trippier ásamt því að hann á aðeins eitt ár eftir af samning.

Trippier er nú með enska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Hann spilaði óvænt stöðu vinstri bakvarðar í fyrsta leik þeirra gegn Króatíu. Ýmsir miðlar halda því fram að hann hafi sagt við vini sína í landsliðinu að hann hafi mikinn áhuga á því að koma til Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn