fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Yfirlýsing frá lækni danska landsliðsins – Eriksen fær bjargráð

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 08:48

Eriksen fluttur á sjúkrabörum af velli í sumar / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir danska landsliðsins í knattspyrnu, Morten Boesen, tilkynnti í morgun að Eriksen mun fá ísettan bjargráð vegna hjartastoppsins sem leikmaðurinn fór um síðustu helgi.

Eriksen féll niður í leik Danmerkur og Finnlands síðastliðinn laugardag eins og þekkt er orðið. Leikmaðurinn fór í hjartastopp en vegna snöggra viðbragða á vellinum er hann nú á batavegi.

„Christian hefur farið í ýmsar skoðanir á hjartanu og ákveðið hefur verið að setja í hann bjargráð,“ sagði læknir danska landsliðsins í morgun.

„Þetta tæki er nauðsynlegt eftir hjartaáfall af völdum takttruflana.“

„Við hvetjum alla til að gefa Christian og fjölskyldu hans ró og næði á komandi dögum.“

Bjargráður er tæki sem er komið fyrir við viðbeinið og þaðan tengt við hjartað. Í bjargráðnum er innbyggð tölva sem vaktar hjartsláttinn stöðugt og grípur inn í og meðhöndlar of hraðar og lífshættulegar hjartsláttartruflanir.

Danmörk á aftur leik í dag á Evrópumótinu í knattspyrnu, nú gegn Belgum, og mun leikurinn verða stoppaður á 10. mínútu þar sem verður klappað fyrir Eriksen í eina mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt