fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Tvö rauð spjöld er KA vann uppi á Skaga – Dýrmæt stig Keflvíkinga

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nú fyrir stuttu í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Mikill hiti í lokin í sigri KA

ÍA tók á móti KA uppi á Skaga. Gestirnir unnu góðan sigur.

Norðanmenn byrjuðu leikinn betur. Dusan Brkovic kom þeim yfir á 11. mínútu. Þá skoraði hann er hann fylgdi eftir skoti sem hafði verið varið.

Skagamenn unnu sig aðeins inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var þó 0-1.

Ásgeir Sigurgeirsson tvöfaldaði forystu KA þegar 20 mínútur lifðu leiks. Hann skoraði þá með góðri afgreiðslu.

Óttar Bjarni Guðmundsson, leikmaður ÍA fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á Hallgrími Mar Steingrímssyni. Einhver hiti virðist hafa orðið í kjölfarið því Hrannar Björn Steingrímsson, í þjálfarateymi KA, fékk rautt spjald einnig.

Lokatölur urðu 0-2 fyrir KA. Þeir eru nú í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, stigi á eftir Val og tveimur á eftir Víkingi. KA á þó leik til góða á bæði lið.

ÍA er í neðsta sæti eftir úrslit kvöldsins, með fimm stig.

Annar sigur Keflvíkinga

Keflavík tók á móti HK. Heimamenn unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni.

Joey Gibbs kom Keflavík yfir skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með flottu marki úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik var 1-0.

Hann var aftur á ferðinni í blálok leiksins til að gulltryggja 2-0 sigur liðsins. Það mark skoraði hann með góðu skoti fyrir utan teig.

Keflavík fer upp úr fallsæti með sigrinum. Liðið er í tíunda sæti með 6 stig, jafnmörg og Stjarnan og HK. Keflavík er með betri markatölu en Stjarnan en aðeins lakari markatölu en HK. Síðastnefnda liðið er því í níunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tjáir sig um Albert Guðmundsson

Tjáir sig um Albert Guðmundsson
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Í gær

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin