fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

„Eiður Smári verður eitthvað aðeins að fara að huga að þessari drykkju sinni“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson og Frosti Logason, þáttarstjórnendur Harmageddon, ræddu mál Eiðs Smára í þætti sínum í gær. Hringbraut greindi fyrst frá.

„Eiður Smári verður eitthvað aðeins að fara að huga að þessari drykkju sinni. Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar menn eru alltaf eitthvað: „Já, ég skeit á mig, ég var að káfa á þessari konu og er ógeðslegur. Ég vaknaði uppí hjá annarri konu og ég er farinn í meðferð, ég vil biðja alla afsökunar“,“ segir Máni og bætir við að það séu bjánar sem gera þetta.

Frosti er ekki sammála og segir: „Þetta er bara upphafið af því að verða betri maður.“

„Ég held að Eiður kallinn þurfi að fara á snúruna. Með fullri virðingu, fullur í útsendingu. Þú sérð það bara í útsendingunni, hann er ekkert skemmtilegur drukkinn. Ég held að hann ætti að hringja í vini sína og spyrja hvort hann sé skemmtilegur drukkinn. Ef menn segja: „Þú ert ekki skemmtilegur drukkinn kallinn minn,“ þá ætti hann að fara í meðferð,“ sagði Máni.

KSÍ hefur sagt að mál Eiðs séu til skoðunar hjá embættinu en engin yfirlýsing hefur komið um framhaldið. Máni telur að Eiður verði ekki rekinn.

„Hann verður ekkert rekinn. Hvers konar Handmaid‘s Tale, tepruland er þetta ef það kemur: „Landsliðsþjálfari Íslands var rekinn“. Hvað gerði hann? „Hann var að míga á Ingólfstorgi.“ Var hann að gera hvað? Það er of langt gengið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila