fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Ronaldo með skondna uppákomu á blaðamannafundi

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 09:24

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er mættur á sitt fimmta Evrópumót með Portúgal og stefnir hann líklegast á að verja titilinn í ár. Þeir eiga leik gegn Ungverjalandi í dag á Puskas-vellinum í Budapest.

Á blaðamannafundi í gær var búið að stilla upp tveimur kókflöskum fyrir framan hann enda er Coca Cola einn stærsti styrktaraðili mótsins. Ronaldo er þekktur fyrir afar heilbrigðan lífsstíl og vildi alls ekki hafa flöskurnar fyrir framan sig, þrátt fyrir að ein þeirra hafi verið sykurlaus.

Eftir að hann settist niður, renndi hann flöskunum til hliðar, tók upp vatnsflösku og sagði fólki að drekka vatn. Hann verður seint kallaður slæm fyrirmynd fyrir þetta uppátæki sitt.

Þó svo að þessi 36 ára gamli sóknarmaður geri allt til að vera í sem bestu formi, þá viðurkenndi hann fyrr á árinu að hann laumast stundum í að fá sér pizzu. Hann er því víst mannlegur eins og við hin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah