fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Tómas Þór um málefni Eiðs Smára: „Ekkert sem manneskjan elskar meira en fólk sem finnur bót meina sinna“

433
Mánudaginn 14. júní 2021 08:32

Arnar og Eiður Smári ræða málin Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Eiðs Smára Guðjohnsen voru til umræðu um helgina eftir að Morgunblaðið sagði frá því að starf hans hjá KSÍ hengi á bláþræði. Eiður Smári var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í desember.

Á vef Morgunblaðsins sagði að Eiður Smári hafi verið í annarlegu ástandi í miðbænum og er Morgunblaðið með myndbandið af því en birtir það ekki. Sagt er að KSÍ muni setja Eiði Smára tvo kosti, að fara í meðferð eða missa starfið.

KSÍ sendi á laugardaginn frá sér yfirlýsingu þar sem málið var sagt til skoðunar og að frekari yfirlýsingu væri að vænta.

Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina. „Þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir alla. Eiður með Arnari er nýbúinn að taka við þessu landsliði. Eftir erfiða byrjun voru allir sammála um að þjálfarateymið hefði komið út sem sigurvegarar í þessum síðasta æfingaleikjaglugga,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977 um helgina.

Í síðustu viku voru jákvæð teikni á lofti í kringum landsliðið eftir vel heppnaða æfingaleiki. „Það var upplyfting hjá landsliðinu í kringum þennan glugga en þetta er skelfilegt. Svona myndband er eitthvað sem allir leikmennirnir sjá líka. Þetta er afskaplega lítið land og það eru allir, og ömmur þeirra, með síma. Menn sem eru í svona valdastöðu sem þjálfarar þurfa að sýna ábyrgð og halda ákveðinni virðingu,“ sagði Tómas.

Elvar Geir lagði þá orð í belg. „Þú ert að vinna undir merkjum Íslands og þú ert einn af sendiherrum Íslands út á við. Þá verðurðu að sýna hegðun eftir því,“ sagði Elvar Geir Magnússon.

Tómas Þór segir að Eiður Smári sem er þjóðhetja geti svo sannarlega átt endurkomu sem munað verður eftir.

„Það er ekkert sem manneskjan elskar meira en breyskleiki sem er lagaður, og fólk sem finnur bót meina sinna. Hann er alveg nógu vinsæll fyrir, Eiður Smári Guðjohnsen sem knattspyrnumaður og þjóðhetja. Ef hann myndi rísa upp úr öskustónni í gegnum þennan storm og koma út sem sigurvegari hinum megin, þá yrði hann bara vinsælli fyrir vikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur Chelsea til að berjast við United

Hvetur Chelsea til að berjast við United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Patrick bætti markametið í dramatísku jafntefli

Besta deildin: Patrick bætti markametið í dramatísku jafntefli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maðurinn sem mætir aldrei í viðtöl lét óvænt sjá sig – ,,Fólk verður þakklátt“

Maðurinn sem mætir aldrei í viðtöl lét óvænt sjá sig – ,,Fólk verður þakklátt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Í gær

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Í gær

Brasilískur markvörður til London

Brasilískur markvörður til London
433Sport
Í gær

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Seldur eftir mislukkað ár í London

Seldur eftir mislukkað ár í London