fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Þetta eru metin sem hinn magnaði Ronaldo getur bætt á EM

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 11:03

Cristiano Ronaldo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo getur bætt sex met á Evrópumóti landsliða. Hann freistar þess að vera titilinn með portúgalska landsliðinu.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau met sem kappinn getur bætt.

Flest mörk með landsliði

Metið á Ali Daei, sem lék með Íran. Hann skoraði 109 landsliðmörk á ferlinum. Ronaldo á 103 mörk fyrir Portúgal. Það er raunhæft fyrir hann að slá metið en þá þarf lið hans að fara langt og leikmaðurinn sjálfur að spila mjög vel.

Ali Daei. Mynd/Getty

Flestir sigurleikir á Evrópumóti landsliða

Ronaldo deilir þessu meti með Spánverjunum Cesc Fabregas og Andres Iniesta eins og er. Allir hafa unnið 11 leiki. Það verður því að teljast líklegt að Ronaldo bæti þetta mót á EM í ár.

Flest mörk á Evrópumóti landsliða

Ronaldo er markahæstur eins og er ásamt Frakkanum Michel Platini. Báðir eiga þeir níu mörk á Evrópumóti. Mörkin hafa þó dreifst á fjögur mót hjá Ronaldo á meðan Platini skoraði öll á Evrópumótinu arið 1984.

Michel Platini.

Flestir leikir þar sem tvö mörk, eða fleiri, eru skoruð

Þessu meti deilir Ronaldo með Þjóðverjunum Gerd Muller og Rudi Voller, Frökkunum Michel Platini og Antoine Griezmann og Englendingnum Wayne Rooney. Allir hafa þeir skorað tvö mörk í sama leiknum á EM tvisvar.

Flest Evrópumót þar sem tvö mörk, eða fleiri, eru skoruð

Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic deila metinu. Báðir hafa þeir skorað tvö mörk, eða fleiri, í þremur stórmótum.

GettyImages

Flestir úrslitaleikir á Evrópumóti landsliða

Metið yfir það að hafa leikið í flestum úrslitaleikjum á EM eru tveir. Margir deila þessu meti, þar á meðal Ronaldo. Hinir eru Valentin Ivanov, Viktor Ponedelnik og Lev Yashin með Sovétríkjunum, Franz Beckenbauer, Uli Hoeness, Sepp Maler, Georg Schwarzenbeck og Herbert Wimmer með Vestur-Þýskalandi, Thomas Hassler, Thomas Helmer, Jurgen Klisnmann og Matthias Sammer með Þýskalandi og loks Xabi Alonso, Iker Casillas, Cesc Fabregas, Sergio Ramos, David Silva, Fernando Torres og Xavi hjá Spánverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands