fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Arsenal ætlar að sækja varnarmann Brighton – Gæti orðið ansi dýrt

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben White, miðvörður Brighton, er orðinn eitt af helstu skotmörkum Arsenal í félagaskipaglugganum í sumar. David Ornstein greinir frá þessu á The Athletic. 

White átti flott tímabil með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann var verðlaunaður með sæti í enska landsliðshópnum á Evrópumótinu. Hann kom að vísu seint inn í hópinn í stað hins meidda Trent Alexander-Arnold.

Arsenal hefur ekki sett sig í samband við Brighton enn sem komið er. Það er þó líklegt að það breytist á næstunni.

Þrátt fyrir að samningur White renni ekki út fyrr en árið 2024 er Brighton opið fyrir því að selja hann fyrir rétt verð. Það gæti verið 40 til 50 milljónir punda.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill sækja miðvörð sem getur leikið hægra megin í vörninni.

Arsenal átti vonbrigðatímabil, endaði í áttunda sæti og leikur ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Það er ljóst að það þarf að styrkja liðið, ætli það sér stærri hluti næsta vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Í gær

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf