fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Valencia horfir til leikmanns í Lengjudeildinni – ,,Örugglega fyrsti leikmaðurinn frá Hvammstanga sem að getur eitthvað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. júní 2021 18:00

Frá Mestalla, heimavelli Valencia. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að spænska stórveldið Valencia hefði áhuga á Hilmi Rafni Mikaelssyni, ungum leikmanni Fjölnis.

Hilmir hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum með Fjölni í deild og bikar það sem af er tímabili. Hann er fæddur árið 2004 og því aðeins sautján ára gamall.

,,Svo er strákur þarna í Fjölni sem hefur lítið verið talað um, fæddur 2004 og heitir Hilmir Rafn Mikaelsson, örugglega fyrsti leikmaðurinn frá Hvammstanga sem getur eitthvað. Það sem er magnað við hann er að Valencia hefur áhuga á honum,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í þættinum.

Valencia er stórt félag á Spáni. Það hefur unnið La Liga sex sinnum, síðast árið 2004. Valencia endaði í þrettánda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football frá því í dag. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“