fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Öruggur sigur KR-inga í Vesturbænum

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR tók á móti Grindavík í Lengjudeild kvenna í kvöld. Heimakonur sigruðu leikinn 5-2.

Gestirnir byrjuðu betur og kom Una Rós Unnarsdóttir Grindavík yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik. KR-ingar tóku smátt og smátt yfir leikinn og jafnaði Guðmunda Brynja Óladóttir fyrir KR á 40. mínútu og kom KR yfir þremur mínútum seinna.

Christabel Oduro jafnaði fyrir Grindavík eftir klukkutíma leik, en Guðmunda var ekki hætt og fullkomnaði þrennuna á 67. mínútu leiksins.

Írena Björk Gestsdóttir fékk rautt spjald á 74. mínútu og eftir það skoraði KR tvö mörk til viðbótar en mörkin gerðu Laufey Björnsdóttir og Kathleen Pingel

KR er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig einu stigi á eftir Aftureldingu. Grindavík er á botni deildarinnar með þrjú stig.

KR 5 – 2 Grindavík
0-1 Una Rós Unnarsdóttir (‘4)
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (’40)
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (’43)
2-2 Christabel Oduro (’60)
3-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (’67)
4-2 Laufey Björnsdóttir (’84)
5-2 Kathleen Rebecca Pingel (’88)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð