fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Mourinho telur að Henderson sé tilbúinn í stærra hlutverk

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, telur að Dean Henderson sé tilbúinn að taka við af David de Gea sem aðal markmaður félagsins.

Henderson fékk tækifæri til að sýna sig þegar De Gea fékk frí til þess að fara til Spánar og vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. De Gea var aftur í byrjunarliðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðið tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Þar var De Gea skúrkurinn en hann varði ekkert víti og klúðraði sinni spyrnu.

Ole Gunnar Solskjaer þarf að taka ákvörðun um hver verður aðalmarkvörður tímabilið 2021-2022. Mourinho telur að það eigi að vera Henderson.

„Þetta eru góðir markmenn. Mér finnst þeir ekki vera stórkostlegir markmenn, en kannski má segja um Henderson að hann sé ekki ennþá orðinn stórkostlegur, hann gæti orðið það,“ sagði Mourinho við The Times.

„Ég hitti hann í Manchester þegar hann var strákur og ég man eftir því þegar hann bað um að fara á lán. Hann sagði
„þegar ég kem aftur þá ætla ég að verða aðalmarkvörður.“

Henderson skrifaði undir fimm ára samning við United síðasta sumar eftir að hann kom til baka frá Sheffield United eftir tveggja ára lán. De Gea á enn tvö ár eftir af samning en sögusagnir hafa verið um að hann vilji fara aftur til Spánar í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands