fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

„Englendingar geta helst ógnað Frökkum“

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger telur að Englendingar séu með það lið sem geti helst ógnað Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst næsta föstudag. Hann varar þó við því að lið Frakka hafi ekki enn toppað.

Frakkland vann Heimsmeistaramótið árið 2018 sem haldið var í Rússlandi. Frakkar eru í 2. sæti á styrkleikalista FIFA en Belgar verma toppsætið. Frakkar unnu Belgíu í undanúrslitum á HM 2018.

Wenger telur að franska liðið geti enn bætt sig enda er liðið skipað af mörgum ungum leikmönnum.

„Þeir eru ekki líklegastir til þess að vinna mótið, þeir eru langlíklegastir. Ef þú vinnur Heimsmeistaramótið og ert með (N’Golo) Kante, (Paul) Pogba, (Karim) Benzema, (Antoine) Griezmann, (Kingsley) Coman, (Olivier) Giroud og fleiri í liðinu þá er ekki hægt að halda öðru fram,“ sagði Wenger í viðtali.

„Á bekknum verða 11 leikmenn sem myndu byrja í nánast öllum öðrum landsliðum.“

„Ég tel að enska liðið geti helst ógnað Frökkum. Þeir hafa marga hæfileikaríka leikmenn. Sumir eru enn ungir en með Mason Mount, Phil Foden, Jack Grealish og auðvitað Harry Kane ásamt reynsluboltanum Henderson, þá geta þeir keppt við Frakka.“

Frakkar hefja leik gegn Þýskalandi á EM 15. júní en England spilar gegn Króatíu 13. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum