fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Gamall leikmaður Tottenham verulega ósáttur við Levy

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mido, fyrrum leikmaður Tottenham, er afar ósáttur við Daniel Levy, stjórnarformann liðsins. Tottenham leitar nú að nýjum langtímastjóra félagsins eftir að Mourinho var rekinn. Julian Nagelsmann, Erik ten Hag og Brendan Rodgers hafa allir hafnað félaginu.

Félagið hóf viðræður við Antonio Conte, fyrrum stjóra Inter, í byrjun síðustu viku. Levy hætti viðræðum við Conte vegna peningamála en Conte vildi nægan pening til að styrkja liðið og þá vildi hann einnig himinhá laun, eitthvað sem Levy var ekki tilbúinn til að gefa honum.

Mido telur að Tottenham muni aldrei fá inn þjálfara með metnað sem vill stjórna öllum fótboltalegum ákvörðunum félagsins. Þá finnst honum skrítið að Levy hafi eytt miklum fjárhæðum í nýjan völl en ekki í að styrkja hópinn.

„Tottenham mun aldrei semja við þjálfara sem vill hafa fullt vald yfir fótboltalegum ákvörðunum,“ sagði Mido á Twitter.

„Þess vegna rak hann Pochettino þegar hann fór að biðja um fleiri leikmenn.“

„Það er frábært fyrir eigendurna að búa til nýjan völl, þá græða þeir meira en það skiptir aðdáendur engu máli. Þeir vilja sjá bestu leikmennina og þjálfarana skrifa undir hjá Tottenham.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð