fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Hverjir mynda framlínu Englendinga á EM?

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 20:30

Af æfingu frá enska landsliðinu Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var rætt og ritað um lokahóp Englendinga fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Þegar hópurinn varð loksins ljós fóru blaðamenn að velta fyrir sér hverjir mynda framlínu Englendinga á mótinu. Ljóst er að Harry Kane verður aðalmaðurinn frammi og líklega mun Phil Foden, sem átti frábært tímabil fyrir Manchester City, eiga sæti í liðinu. En hver verður sá þriðji? Sportsmail tók saman lista yfir þá sem eru líklegastir.

Raheem Sterling
Sterling átti eitt sitt slakasta tímabil í ár. Hann hefur verið inni og út úr Manchester City liðinu á þessu ári, þrátt fyrir það skoraði hann 10 mörk og gaf átta stoðsendingar. Hann hafði áður blómstrað undir Pep Guardiola en hefur verið í skugganum af Foden og Riyad Mahrez í ár. Þá er áhyggjuefni að honum hefur aldrei gengið vel á stórmóti. Hann hefur spilað níu leiki á heimsmeistaramóti og þrjá á Evrópumóti en hefur ekki náð að skora í þeim leikjum. Sportsmail telur líkurnar á því að hann byrji 3/5.

Jadon Sancho
Sancho byrjaði tímabilið frekar illa en var algjörlega frábær undir lokin og hjálpaði Dortmund að tryggja Meistaradeildarsæti. Sancho skoraði 16 mörk á tímabilinu og gaf 20 stoðsendingar. Sancho á 18 leiki að baki fyrir England og hefur skorað þrjú mörk í þeim leikjum. Hann er ennþá ungur og þykir ólíklegt að hann fái traustið og blaðamenn Sportsmail meta líkur hans á að byrja 2/5.

Marcus Rashford
Rashford viðurkenndi eftir tapið gegn Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar að hann hafi átt erfitt á tímabilinu. Þrátt fyrir það skoraði hann 21 mark og gaf 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Rashford hefur leikið 40 leiki fyrir England og skorað 11 mörk en á enn eftir að skora á stórmóti. Blaðamenn Sportsmail meta líkur hans á að byrja 2/5.

Jack Grealish
Grealish var frábær í byrjun tímabils en lenti í meiðslum á seinni hlutanum og því kom hann minna við sögu. Southgate er sagður vera mjög hrifinn af því sem Grealish gerir og telur hann ólíkan Sterling, Sancho, Foden og Rashford. Leikmaðurinn spilaði aðeins 27 leiki á tímabilinu en skoraði 7 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Grealish verður í treyju númer 7 og er ólíklegt að leikmaður sem beri það númer sé í aukahlutverki. Blaðamenn Sportsmail telja líklegast að hann myndi sóknarlínuna með Kane og Foden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met
433Sport
Í gær

Rekinn úr starfi í gær

Rekinn úr starfi í gær
433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans