Ólafur Kristjánsson og Freyr Alexandersson verða aðal sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í kringum Evrópumót landsliða. Greint var frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.
Báðir þjálfuðu þeir knattspyrnulið erlendis nýlega. Ólafur var aðalþjálfari hjá Esbjerg í Danmörku og Freyr aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi í Katar. Reynsla þeirra úr boltanum mun án efa nýtast vel í starfi sérfræðinga.
EM hefst á föstudaginn og verða allir leikir mótsins í beinni á Stöð 2 Sport. Helena Ólafsdóttir og Guðmundur Benediktsson munu stýra umfjöllun um keppnina á stöðinni.