fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Valur burstaði Tindastól – Góður sigur Þróttar fyrir norðan

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 18:14

Elín Metta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nýlega í 6. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Valur burstaði Tindastól fyrir norðan

Tindastóll tók á móti Val. Gestirnir unnu öruggan sigur.

Elín Metta Jensen kom Val yfir á 35. mínútu. Staðan í hálfleik var 0-1. Ída Marín Hermannsdóttir tvöfaldaði forystu gestanna um miðjan seinni hálfleik. Valur bætti svo við þremur mörkum í lok leiksins. Fyrst skoraði Elín Metta sitt annað mark, næst Ásdís Karen Halldórsdóttir og síðast Clarissa Larisey. Lokatölur 5-0.

Valur er með 13 stig í öðru sæti. Tindastóll er í níunda sæti með 4 stig.

Þróttur með flottan útisigur

Þór/KA tók á móti Þrótti Reykjavík. Gestirnir unnu góðan sigur.

Hulda Björg Hannesdóttir kom Þór/KA yfir á 53. mínútu. Katherine Amanda Cousins jafnaði um stundarfjórðung síðar. Þegar 20 mínútur lifðu leiks kom Jelena Tinna Kujundzic gestunum yfir. Shea Moyer innsiglaði svo sigur Þróttar í uppbótartíma. Lokatölur 1-3.

Þróttur er með 9 stig í fjórða sæti. Þór/KA er með 6 stig í sjöunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar