fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Keflavík skellti Íslandsmeisturunum – Fyrsta tap Selfoss

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 15:58

Þórdís Elva (lengst til hægri á myndinni) í leik með Fylki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir hafa farið fram í 6. umferð Pepsi Max-deildar kvenna það sem af er degi. Deildin heldur áfram að vera óútreiknanleg.

Óvænt í Kópavogi

Keflavík gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavogi.

Aerial Chavarin kom Keflavík yfir á 8. mínútu leiksins. Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði fyrir heimakonur mjög skömmu síðar. Ísabel Jasmín Almarsdóttir kom gestunum aftur yfir um miðjan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 1-2.

Chavarin var svo aftur á ferðinni þegar hún innsiglaði sigur Keflvíkinga á 72. mínútu. Lokatölur 1-3 fyrir Keflavík.

Breiðablik er í öðru sæti með 12 stig. Keflavík lyftir sér upp í sjötta sæti, tímabundið hið minnsta, með 6 stig.

Toppliðið tapaði í fyrsta sinn

ÍBV tók á móti toppliði Selfoss. Þær síðarnefndu töpuðu sínum fyrsta leik í mótinu.

Brenna Lovera kom Selfyssingum yfir strax á 2. mínútu. Þóra Björg Stefánsdóttir jafnaði um tíu mínútum fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1.

Delaney Baie Pridham skoraði sigurmark Eyjakvenna um miðjan seinni hálfleik. Lokatölur 2-1.

ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með 9 stig. Selfoss er enn á toppi deildarinnar með 13 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjög óvænt nafn orðað við risaskipti til Þýskalands – Kom í úrvalsdeildina í janúar

Mjög óvænt nafn orðað við risaskipti til Þýskalands – Kom í úrvalsdeildina í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bar saman Íslendingana og þann besta – „Allir í tómum æsing“

Bar saman Íslendingana og þann besta – „Allir í tómum æsing“
433Sport
Í gær

75 ára en getur ekki sagt skilið við boltann

75 ára en getur ekki sagt skilið við boltann
433Sport
Í gær

Bayern fékk höfnun frá Crystal Palace – Eftirsóttur eftir ótrúlegan árangur

Bayern fékk höfnun frá Crystal Palace – Eftirsóttur eftir ótrúlegan árangur
433Sport
Í gær

13 ára Palmer sendi skilaboð á leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann skrifaði

13 ára Palmer sendi skilaboð á leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann skrifaði
433Sport
Í gær

Romano segir að Andri Lucas sé eftirsóttur af mun stærra félagi

Romano segir að Andri Lucas sé eftirsóttur af mun stærra félagi