U-21 árs landslið Þjóðverja skoraði magnað liðsmark gegn Hollendingum í undanúrslitum Evrópumótsins á fimmtudag.
Þjóðverjar unnu leikinn 2-1. Florian Wirtz skoraði bæði mörk liðsins.
Það var fyrra mark hans sem vakti athygli. Það kom strax á fyrstu mínútu leiksins. Lið Þjóðverja lék boltanum þá afar vel á milli sín eftir að hafa tekið miðju sem lauk með því að Wirtz skoraði eftir fjórtán sendingar innan liðsins. Lukas Nmecha átti fyrirgjöfina. Afgreiðslan sjálf var einkar glæsileg.
Þýskaland mætir Portúgal í úrslitaleik Evrópumóts u-21 árs liða á morgun.
Markið glæsilega má sjá hér fyrir neðan.
📺 The fastest EVER #U21EURO finals goal ⚡️
Most impressive start to a game you've seen? 🤩@DFB_Team_EN pic.twitter.com/cgbcgvN7hN
— UEFA U21 EURO (@UEFAUnder21) June 4, 2021