Jose Mourinho segir að enska landsliðið verði að gera allt til þess að vinna Evrópumótið í sumar. Portúgalinn fjallar um EM fyrir The Sun.
England hefur aldrei orðið Evrópumeistari. Í ár virðist þó möguleikinn vera til staðar. Liðið mun leika alla leikina í riðlakeppninni á heimavelli og fari þeir alla leið þá eru undarúslitaleikirnir og úrslitaleikur mótsins spilaðir á Wembley. Þá er leikmannahópurinn sterkur.
,,Riðlakeppnin verður á heimavelli. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn verða á heimavelli. Það verður að vera núna,“ var á meðal þess sem Mourinho skrifaði um enska landsliðið.
England er í riðli með Skotlandi, Tékklandi og Króatíu á mótinu. EM hefst þann 11. júní.
,,Þeir þurfa að leggja allt í sölurnar núna,“ bætti Mourinho við.