fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Viðræður Dortmund og Man Utd standa yfir – Verðmiðinn lægri en síðasta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 13:30

Jadon Sancho Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er í viðræðum við Borussia Dortmund um hugsanleg félagaskipti Jadon Sancho. Allir aðilar eru nokkuð bjartsýnir á að skiptin muni ganga í gegn. Sky Sports fjallar um málið.

Man Utd reyndi að fá Sancho síðasta sumar en án árangur. Þá vildi Dortmund fá 108 milljónir punda fyrir hann. Nú er hins vegar talið að leikmaðurinn geti farið á töluvert lægri upphæð. Það er vegna kórónuveirufaraldursins og einnig vegna þess að Sancho á nú aðeins tvö ár eftir af samningi sínum við þýska liðið.

Dortmund mun þó einungis hlusta á tilboð sem eru í samræmi við þá upphæð sem það biður um. Einnig skiptir máli að Man Utd klári skiptin fyrir þá lokadagsetningu sem Dortmund setur. Það hefur þó hvorki verið gefið upp opinberlega hver verðmiðinn eða umrædd lokadagsetning er.

Ef að samningar á milli félagana nást þá er ekki talið að viðræður Man Utd við Sancho sjálfan muni verða til vandræða.

Sky Sports segir einnig frá því að nokkur önnur félög hafi áhuga á því að krækja í Sancho í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax