Lið ársins í ensku úrvalsdeildinni hefur verið valið. Það þarf ekki að koma á óvart að sex leikmenn koma úr liði Manchester City.
City rúllaði yfir deildina á leiktíðinni sem er nýlokið. Ederson, Joao Cancelo, John Stones, Ruben Dias, Kevin De Bruyne og Ilkay Gundogan, leikmenn liðsins, eru allir í liði ársins.
Þá eiga nágrannar þeirra í Manchester United tvo fulltrúa. Það eru þeir Bruno Ferndandes og Luke Shaw.
Tottenham á einnig tvo leikmenn í liðinu. Það eru að sjálfsögðu Harry Kane og Heung-min Son.
Mohamed Salah frá Liverpool er svo í liðinu einnig.
Six Manchester City players have been included in the Professional Footballers' Association Premier League Team of the Year 🏆
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 4, 2021